Flokkur Merkel stærstur

Dyggir stuðningsmenn Angelu Merkel eru ánægðir með úrslit kosninganna.
Dyggir stuðningsmenn Angelu Merkel eru ánægðir með úrslit kosninganna. AFP

Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU), flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bar sigur úr býtum í kosningu íbúa í þýska sambandslandinu Saarland í dag. Hann fékk 40% atkvæða á móti 30% atkvæða Sósíaldemó­krat­aflokksins (SPD), samkvæmt nýjustu tölum.

Úrslit kosninganna eru talin gefa vísbendingar um hvernig Angelu Merkel kanslara muni reiða af í þingkosningunum í haust. 

Kannanir á landsvísu hafa sýnt að mjótt er á munum milli þessara tveggja flokka.  

Merkel hef­ur verið kansl­ari frá 2005 og stefnir á að sitja fjórða kjörtímabilið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert