Heitasti dagur ársins í Svíþjóð

Það sem af er ári hefur hitinn aldrei mælst meiri …
Það sem af er ári hefur hitinn aldrei mælst meiri en í dag í Svíþjóð. JESSICA GOW

Veðrið hefur leikið við frændur okkar Svía um helgina en hitastigið hefur víða slagað hátt í tuttugu stigin. Heitasti dagur ársins er í dag, það sem af er ári, en í bænum Arvika mældist hitinn 19,1 stig klukkan fjögur í dag. Dagens Nyheter greinir frá

Á sama tíma mældist hitinn í Uppsölum 18,8 stig, í Karlstad 17,9 stig og í Stokkhólmi 15,6 stig og svo mætti áfram telja.

Þetta er snemmbúið aprílveður, að sögn Alexöndru Olsson veðurfræðings. Veðrið staldar ekki lengi við því brátt mun kólna í veðri þegar þetta heita loft gengur yfir landið. 

Það viðrar einnig sæmilega í Noregi en víða er sól og hlýtt en ekkert í líkingu við veðrið í Svíþjóð. Í Ósló var 10 stiga hiti og sól, samkvæmt veðurspá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert