Skotárás í bandarískum næturklúbbi

mbl.is/Kristinn

Einn lést og 14 særðust í skotárás á næturklúbbi í Cincinnati í Ohio-ríki Bandaríkjanna snemma í morgun. „Nú stendur yfir hræðilegt ástand á næturklúbbi og fórnarlömbin eru mörg,“ hafði fréttastofan WLWT5 News eftir lögreglustjóranum Paul Neudigate.

Hann sagði mörg hundruð manns hafa verið á Cameo-næturklúbbnum þegar skotárásin átti sér stað.

Samkvæmt frétt CNN hófst árásin rétt eftir klukkan 1 að staðartíma, eða klukkan 5 að íslenskum tíma.

Fjölmörg fórnarlömb undirgangast nú aðgerðir á sjúkrahúsum. Enginn grunaður er í varðhaldi en yfirheyrslur vitna standa nú yfir. Að sögn lögreglu er ekki að svo stöddu hægt að bendla árásina við hryðjuverk.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert