Heilt þorp til sölu á 165 milljónir

Þorpið samanstendur af nokkrum litlum húsum.
Þorpið samanstendur af nokkrum litlum húsum. Skjáskot/WQAD.com

Þorpið Reduction í Pennsylvaníu er til sölu. Þar búa nú sextíu manns. Áhugasamir geta fengið þorpið í heild á 1,5 milljónir dollara eða um 165 milljónir króna.

Þorpið var byggt til að hýsa starfsmenn sorpeyðingarverksmiðju. Það samanstendur aðallega af mörgum litlum múrsteinshúsum. Þegar mest var bjuggu þar 400 manns en núna eru íbúarnir um sextíu.

Íbúarnir eru allir leigjendur. Stawovy-fjölskyldan hefur átt þorpið í sjö áratugi. Þar er m.a. að finna skólabyggingu sem var fyrir nokkru breytt í íbúðarhús.

Sorpeyðingarstöðinni, sem m.a. var frumkvöðull í endurvinnslu málma, var lokað árið 1936. Eigandi hennar var Stawovy-fjölskyldan sem nú á þorpið.

Frétt Reuters um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert