Navalny dæmdur til fangavistar vegna mótmæla

Alexei Navalny var dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir að …
Alexei Navalny var dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir að hlýða ekki lögreglu. AFP

Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar hefur verið úrskurðaður í 15 daga fangelsi fyrir að hlýða ekki skipunum lögreglu í fjölmennum mótmælum sem haldin voru í Moskvu í gær.

Navalny er í hópi hundruð manna sem voru handtekinn  í mótmælunum sem haldin voru víða um land.

Evr­ópu­sam­bandið hafði áður hvatt til þess að rúss­nesk stjórn­völd leysi án taf­ar úr haldi hundruð mót­mæl­enda sem voru hand­tekn­ir er þeir tóku í gær þátt í friðsöm­um mót­mæl­um gegn spill­ingu. Banda­rísk stjórn­völd hafa einnig for­dæmt hand­tök­urn­ar.

Dómstóll í Moskvu hafði áður dæmt Navalny til að greiða 20.000 rúblur, eða um 38.000 kr. fyrir að skipuleggja mótmælin. Rússnesk stjórnvöld saka stjórnarandstöðuna um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Segja þau nokkur þeirra ungmenna sem tóku þátt hafa fengið greitt fyrir þátttöku sína.

Navalny hefur hins vegar ítrekað ásakanir sínar á hendur Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands um spillingu, sem voru ein helsta ástæðan fyrir mótmælunum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert