Skaut þrjá innbrotsþjófa til bana

Ekki er víst hvort maðurinn verði ákærður fyrir morð.
Ekki er víst hvort maðurinn verði ákærður fyrir morð.

Þrír unglingspiltar sem réðust inn á heimili í Oklahoma í Bandaríkjunum voru skotnir til bana af syni húsráðanda. „Þeir voru svartklæddir, með grímur og voru með hanska,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn Nick Mahoney við fréttamenn. 

Innbrotsþjófarnir voru vopnaðir hnúajárnum og hnífum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skaut 23 ára gamall karlmaður þá í sjálfsvörn.

Ekki er víst hvort sá sem hleypti skotunum af verði ákærður vegna svokallaðra „stand-your-ground“-laga. Þau heim­ila beina beit­ingu á of­beldi á göt­um úti til að koma í veg fyr­ir skaða á sjálf­um sér. 

„Það er of snemmt að segja til um það með vissu og við þurfum að rannsaka málið betur áður en við getum fullyrt eitthvað um það,“ sagði Mahoney.

Tveir hinna myrtu voru yngri en 17 ára og einn 18 ára. Maðurinn skaut þá eftir „snörp orðaskipti“ eftir að piltarnir höfðu brotist hinn. 

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert