Beit hausinn af chihuahua

Síðhærður chihuahua.
Síðhærður chihuahua. Wikipedia/Peter van der Sluijs

Fertugur maður hefur verið dæmdur í fangelsi í Púertó Ríkó fyrir að bíta höfuðið af hundi unnustu sinnar. 

Luis Arroyo var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir illa meðferð á skepnum og heimilisofbeldi en hann játaði að hafa bæði bitið hausinn af chihuahua-hvolpi sambýliskonu sinnar og beitt unnustu sína ofbeldi. Parið hafði búið saman í hálft ár þegar hann beitti ofbeldinu í febrúar. 

Arroyo var einnig dæmdur til þess að greiða þrjú þúsund Bandaríkjadali, 330 þúsund krónur, í sekt. 

Samkvæmt frétt BBC, sem vísar í frétt dagblaðsins El Vocero, drapst hvolpurinn strax en ekki hefur verið upplýst um ástæðu þess að reiði Arroyo bitnaði á hundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert