Í 50 ára fangelsi fyrir að þiggja mútur

Hér má sjá Juthamas Siriwan halda ræðu á opnunarhátíð alþjóðlegu …
Hér má sjá Juthamas Siriwan halda ræðu á opnunarhátíð alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bangkok árið 2006. AFP

Fyrrverandi ferðamálastjóri Taílands var í dag dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir að þiggja 1,8 milljón Bandaríkjadala mútugreiðslu frá Bandaríkjamönnum. Juthamas Siriwan, 69 ára, viðurkenndi að hafa tekið á móti greiðslunum á meðan hún gegndi stöðunni en þær námu tæpum 200 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Þau sem mútuðu Siriwan var bandarískt par sem sóttist eftir réttindum til þess að halda kvikmyndahátíð í Bangkok skömmu eftir síðustu aldamót. Dóttir Siirwan, Jittisopka var jafnframt dæmd í 44 ára fangelsi fyrir að hjálpa móður sinni að fela peningana í bankareikningum erlendis.  

Bandaríska parið, Gerald Green og Patricia Green, hafa verið dæmd í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að dæla peningum í Siriwan á 5 ára tímabili. Fengu þau í staðinn að halda kvikmyndahátíð í Bangkok á hverju ári. Tekjur Green hjónanna af samningnum námu rúmum 13,5 milljónum Bandaríkjadala eða því sem nemur 1,5 milljarði íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert