Pútín vill hitta Trump í Helsinki

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir við fjölmiðla í dag að hann væri reiðubúinn að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundi ríkja á Norðurslóðum í Helsinki h-fuðborg Finnlands í maí. Pútín er nú staddur á Norðurslóðaráðstefnu í borginni Arkhangelsk í Rússlandi.

Rússlandsforseti vísaði því einnig á bug að hafa haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi bitnuðu einni á Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.

Trump hefur lýst yfir vilja sínu til þess að bæta samskiptin við stjórnvöld í Rússlandi en hann hefur átt undir högg að sækja heima fyrir vegna ásakana um tengsl við rússneska ráðamenn á meðan á kosningabaráttu hans stóð.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
Í jólapakka golfarans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...