Sakaður um brot gegn 24 börnum

Maðurinn starfaði á frístundaheimili og hjá skátunum.
Maðurinn starfaði á frístundaheimili og hjá skátunum. Google map.

Danska lögreglan hefur handtekið 46 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa beitt 24 börn undir tólf ára aldri kynferðislegu ofbeldi í starfi sínu á frístundaheimili og hjá skátafélagi.

Maðurinn var handtekinn 17. mars og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Maðurinn starfaði í Albertslund.

Að sögn lögreglu er vitað um 24 börn sem talið er að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ole Nielsen, yfirlögregluþjónn, segir að rannsókn standi yfir en málið sé mjög alvarlegt. Því hafi verið myndaður sérstakur rannsóknarhópur um rannsóknina.

Brot mannsins áttu sér stað á frístundaheimili í Albertslund og í sjálfboðastarfi hans í skátafélagi í Brøndby.

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert