Nýjar ljósmyndir frá árás á Pentagon

Höfuðstöðvar Pentagon í Arlington-sýslu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.
Höfuðstöðvar Pentagon í Arlington-sýslu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt í fyrsta sinn ljósmyndir af þeirri eyðileggingu sem hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 höfðu í för með sér á varnarmálaráðuneyti landsins, Pentagon.

Þá var flugvél American Airlines rænt og flogið inn í Pentagon með þeim afleiðingum að 189 manns fórust.

Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um birtingu ljósmyndanna, þar á meðal ABC News. 

Hryðju­verka­menn úr sam­tök­un­um Al-Qa­eda rændu fjór­um farþegaþotum og flugu þeim á Tví­bura­t­urn­ana í New York, Pentagon og gras­sléttu í Shanksville í Penn­sylvan­íu.

Um 3.000 manns lét­ust í árásunum. At­b­urður­inn hefur haft djúp­stæð áhrif og var meðal ann­ars hvati að inn­rás Banda­ríkj­anna í Af­gan­ist­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert