Báðust afsökunar á eggjakasti

Prinsinn Mohammed bin Salman fékk símtal frá utanríkisráðherra Breta þar …
Prinsinn Mohammed bin Salman fékk símtal frá utanríkisráðherra Breta þar sem beðist var afsökunar á eggjakastinu. AFP

Bretland hefur beðist afsökunar fyrir að eggi hafi verið kastað í sádiarabískan herforingja sem var í heimsókn í London. Þetta herma fréttir í Sádi-Arabíu.

Hernaðarandstæðingur reyndi í síðustu viku að framkvæma borgaralega handtöku á hershöfðingjanum Ahmed Assiri, segir talsmaður bandalagsríkja sem eru í hernaði í Jemen þessa mánuðina. Annar henti svo eggi í hershöfðingjann. Eggið hafnaði í baki Assiris.

Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, hringdi í kjölfarið í enn af prinsum Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, sem er sonur konungsins í landinu, og „bað hann afsökunar á árás á hershöfðingjann Ahmed Assiri,“ segir í frétt ríkisreknu fréttastofunnar SPA.

Assari segist hafa orðið fórnarlamb árásar frá manni sem hafi verið að mótæla aðgerðum í Jemen.

Á myndbandi af atvikinu, sem birt var á Twitter, mátti sjá hernaðarandstæðinginn Sam Walton setja hönd á öxl Assiris og segjast ætla að handtaka hann borgaralega. Lífverðir hershöfðingjann ýttu Walton í burtu. „Ég ætla að handtaka þig borgaralega fyrir stríðsglæpi í Jemen,“ má heyra Walton segja.

Samkvæmt lögum í Bretlandi mega borgarar handtaka þá sem grunaðir eru um refsiverða háttsemi.

Annar mótmælandi elti svo Assari og kastaði eggi í hann. Hershöfðinginn sneri sér í kjölfarið að manninum og „gaf honum fingurinn“.

Mannréttindasamtök víða um heim hafa gagnrýnt Sádi-Araba harðlega fyrir loftárásir sínar í Jemen, einu fátækasta ríki heims. Amnesty International hafa gagnrýnt Breta fyrir að styðja við hernað þeirra í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert