Sækja um pólitískt hæli

Tyrknesku forsetahjáonin Emine og Recep Tayyip Erdogan.
Tyrknesku forsetahjáonin Emine og Recep Tayyip Erdogan. AFP

Yfir 250 tyrkneskir embættismenn og fjölskyldur þeirra hafa sótt um pólitískt hæli í Þýskalandi. Þýsk stjórnvöld greina frá þessu í dag en um er að ræða starfsmenn stjórnarráðs Tyrklands og sendifulltrúa.

Af hælisuppsóknum kom 151 frá Tyrkjum sem eru með diplómata-vegabréf. 111 umsóknir um hæli frá fólki sem er með vegabréf sem gefin eru út til starfsmanna stjórnarráðsins. Ekki kemur fram hversu margir þeirra eru í tyrkneska hernum og starfa í herstöðvum NATO erlendis.

Talsmaður innanríkisráðuneytis Þýskalands segir að hver umsókn sé skoðuð fyrir sig og ákvörðun tekin í hverju tilviki að teknu tilliti til gildandi laga.

Umsóknum um pólitískt hæli frá Tyrklandi hefur fjölgað mjög í Þýskalandi frá valdaránstilrauninni í júlí en yfir 100 þúsund voru handteknir í Tyrklandi eða reknir úr starfi þar í landi í kjölfarið. 

Mótmælendur í Tyrklandi.
Mótmælendur í Tyrklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert