2 milljónir fyrir að liggja í rúminu

„Starfið“ er örugglega erfiðara en það hljómar þar sem önnur …
„Starfið“ er örugglega erfiðara en það hljómar þar sem önnur öxlin þarf ávallt að snerta dýnuna. mbl.is/Golli

Vísindamenn við frönsku geimvísindastofnunina eru að leita að ungum og heilbrigðum körlum í draumastarfið: að liggja og gera ekki neitt. Ókosturinn er sá að viðkomandi þurfa að sinna öllum þörfum daglegum lífs í rúminu, m.a. að matast og losa sig við úrgang.

Umrædd rannsókn er liður í stærri rannsókn á áhrifum svokallaðrar örþyngdar (e. microgravity). Örþyngd er það ástand þegar nær ekkert þyngdaafl er til staðar en það getur m.a. valdið vöðvarýrnun og dregið úr beinþéttni, auk þess sem menn geta fundið til svima og átt erfitt með að standa í fæturna þegar ástandinu léttir.

Hugmyndin er sú að líkja eftir aðstæðum í alþjóðlegu geimstöðinni en vísindamennirnir leita að 24 ungum karlmönnum sem eru hraustir, reyklausir, án ofnæma og með líkamsmassastuðul á bilinu 22 til 27.

Þeir munu gangast undir tveggja vikna rannsóknir fyrir og eftir tilraunina, sem sjálf mun krefjast þess að þeir liggi í rúminu í 60 daga, með höfuðið í sex gráðu halla niður á við.

Þurfa þeir að matast, þrífa sig og losa úrgang liggjandi en reglan er sú að önnur öxlin verður að snerta dýnuna allan tímann. Launin eru tæpar 2 milljónir.

Guardian sagði frá en hér má sækja um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert