Sænska lögreglan lýsir eftir manni

Maðurinn sem lýst er eftir.
Maðurinn sem lýst er eftir. Ljósmynd/Lögreglan í Stokkhólmi

Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Maðurinn er klæddur svartri hettupeysu og grænum jakka.

Vefur Expressen hefur birt myndina af manninum. Hún var einnig birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hann. Myndin var tekin í dag.

Lögreglan segir að ökumaður vöruflutningabílsins hafi ekki verið handtekinn, samkvæmt AFP-fréttastofunni. 

 „Við höfum ekki náð sambandi við ökumanninn,“ sagði lögreglustjórinn Dan Eliasson á blaðamannafundinum. „Það er mikilvægt að ná sambandi við hann," bætti hann við og hvatti almenning til að veita lögreglunni aðstoð. 

„Það er enginn í varðhaldi núna,“ bætti Jan Evensson hjá lögreglunni í Stokkhólmi við.

Hann hvatti almennings jafnframt til þess að aka ekki inn í miðborg Stokkhólms.

Á vef Aftonbladet má sjá myndskeið sem var tekið þegar árásin var gerð. 

Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. AFP
Lögreglan á vettvangi í dag.
Lögreglan á vettvangi í dag. AFP
Lögreglan á vettvangi í dag.
Lögreglan á vettvangi í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...