Bandaríkin í hryðjuverkaleik í Sýrlandi

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði myndir af kvölum fórnarlamba efnavopnaárásarinnar í ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði myndir af kvölum fórnarlamba efnavopnaárásarinnar í Khan Sheikhun hafa „verulega mikil áhrif“ á sig. AFP

Bandarísk stjórnvöld eru í „hryðjuverkaleik“ í Sýrlandi. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er hann ræddi við Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í síma í dag.

Er þetta í fyrsta skipti sem utanríkisráðherrarnir ræðast við, eftir að Bandaríkjaher gerði árás á sýrlenska herstöð á aðfaranótt föstudags.

„Ríki sem berst gegn hryðjuverkum er í hryðjuverkaleik,“ sagði Lavrov við Tillerson og varaði hann við því að með þessu yrðu til öryggisógnir á alþjóðaskala, sem og á staðbundnari svæðum.

Lavrov ítrekaði þá afstöðu Rússa að ásakanir, um að sýrlenski stjórnarherinn hefði staðið að efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun í Idlib-héraði í vikunni, „væru ekki í ætt við raunveruleikann“.

„Ríki sem berst gegn hryðjuverkum er í hryðjuverkaleik,“ sagði Sergei ...
„Ríki sem berst gegn hryðjuverkum er í hryðjuverkaleik,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Bandaríkjaher skaut 59 flugskeytum af herskipi á Miðjarðarhafninu á Shayrat-herstöðina í nágrenni Homs aðfaranótt föstudags. Daginn áður hafði Donald Trump Bandaríkjaforseti sagt að myndir af kvölum fórnarlamba efnavopnaárásarinnar í Khan Sheikhun hefðu „verulega mikil áhrif“ á sig.

Símtal þeirra Lavrovs og Tillerson í dag var fyrsta samtal erindreka stjórna ríkjanna frá því að árásin var gerð á sýrlensku herstöðina.

Tillerson er á leið til Moskvu á þriðjudag til funda með ráðamönnum og hefur AFP-fréttastofan eftir Mariu Zakharova, talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins, að rússnesk stjórnvöld búist við að Tillerson veiti þeim þá „skýringar“ á árásinni á herstöðina.   

Tillerson sagði hins vegar í gær að viðbrögð Rússa yllu honum vonbrigðum, af því að þau gæfu til kynna áframhaldandi stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Þurrkari
...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...