35 farast í mannskæðum árásum á kirkjur

Tawadros II, leiðtogi koptísku kirkjunnar, var nýfarinn úr kirkjunni þegar …
Tawadros II, leiðtogi koptísku kirkjunnar, var nýfarinn úr kirkjunni þegar sjálfsmorðsárásin var gerð. AFP

Önnur sprengja sprakk fyrir utan kirkju heilags Markúsar í borginni Alexandríu í Egyptalandi einungis nokkrum klukkutímum eftir að 25 létust og 70 særðust í sprengjuárás í kirkju í borginni Tanta skammt frá Kaíró. Í seinni sprengingunni létust að minnsta kosti 11 manns og 35 særðust. Lögreglan hefur staðfest að um sjálfsmorðsárás var að ræða í seinni sprengingunni.

Fjölmargir sækja messu í dag, pálmasunnudag. Tawadros II, leiðtogi kop­tísku kirkj­unn­ar, sótti messu í kirkju heilags Markúsar í dag, að sögn egypska ríkissjónvarpsins. Hann hafði farið heim skömmu áður en sprengingin varð.    

Alls hafa 35 látist í þessum tveimur sprengingum og óttast er að fleiri eigi eftir látast af sárum sínum. Þetta er mannskæðasta árásin á koptískar kirkjur í landinu.

Sherif Ismail, forsætisráðherra Egyptalands, hefur fordæmt árásinar líkt og aðrir ráðamenn. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert