Hakkari handtekinn á Spáni

Forritarinn er grunaður um að hafa framkvæmt tölvuinnbrot til að …
Forritarinn er grunaður um að hafa framkvæmt tölvuinnbrot til að koma Donald Trump til valda í Bandaríkjunum. AFP

Spænska lögreglan hefur handtekið rússneskan forritara sem grunaður er um aðild að tölvuinnbroti í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum og fjallað er um á vef BBC.

Pyotr Levasjov var handtekinn í Barceolona þann 7. apríl. Hann er enn í  haldi lögreglunnar. 

AFP-fréttastofan hefur eftir heimildum að bandarísk stjórnvöld hafi farið fram á að Levasjov verði framseldur til Bandaríkjanna. Enn á eftir að taka þá beiðni fyrir hjá dómstólum á Spáni.

Spænskir fjölmiðlar segja að Levasjov hafi verið handtekinn að beiðni bandarískra stjórnvalda vegna gruns um tölvuinnbrot sem aðstoðaði Donald Trump í hans kosningabaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert