Trump hættir með fyrirsætuskrifstofuna

Forsetahjónin við embættistökuna í janúar.
Forsetahjónin við embættistökuna í janúar. AFP

Trump-samsteypan, sem heldur utan um hina ólíku viðskiptahagsmuni fjölskyldu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur tilkynnt að hún muni loka fyrirsætuskrifstofu sinni, átján árum eftir að hún var sett á laggirnar.

„Í kjölfar þess að Miss Universe-stofnunin var seld nýlega hefur Trump-samsteypan ákveðið segja skilið við fyrirsætugeirann,“ sagði talsmaður samsteypunnar í dag.

„Þó að við höfum notið velgengni í fjölda ára viljum við einbeita okkur að meginstarfsemi okkar í fasteigna- og golfgeirunum, auk skjótrar útþenslu okkar í gistingum,“ bætti talsmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert