Ætla að „leysa vandamálið“ með eða án Kína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að „leysa vandamálið“ með Norður-Kóreu í nýlegu tísti á Twitter. Þar segir hann Norður-Kóreu vera að búa til vandamál og ef Kína aðstoði Bandaríkin sé það frábært, en annars muni Bandaríkin leysa vandamálið án aðstoðar.

Fyrr í þessum mánuði gerðu Norður-Kóreumenn flugskeytatilraunir og olli það Bandaríkjunum og öðrum ríkjum á svæðinu áhyggjum. Hafa þeir meðal annars sent hluta flota síns á hafsvæðið við Kóreuskagann.

Áður hafði Trump lýst því yfir á fundi með Xi Jinping, forseta Kína, að Bandaríkin væru reiðubúin að takast á við ógnina sem stafaði af Norður-Kóreu ef Kína treysti sér ekki til þess að hafa stjórn á Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert