Twitter logar vegna United Airlines

Margir hafa lýst skoðun sinni á ákvörðun United Airlines á …
Margir hafa lýst skoðun sinni á ákvörðun United Airlines á Twitter með áhugaverðum hætti. Skjáskot/Twitter

Leit að orðinu „sjálfboðaliði“ rauk upp um 1900% í orðabók Webster á netinu í kjölfar þess að farþegi var dreginn frá borði þotu United Airlines eftir að hafa neitað að bjóðast til að fara frá borði. Málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan enda tóku aðrir farþegar atvikið upp á myndbönd sem hefur verið dreift mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum.

Í Merriam-Webster orðabókinni er orðið sjálfboðaliði (e. volunteer) skilgreint sem einstaklingur sem gerir eitthvað án þess að vera neyddur til þess. Þetta stangast verulega á við þá skilgreiningu sem yfirmenn United Airlines leggja í orðið en í yfirlýsingu þeirra í gær sagði:

„Eftir að starfsmenn okkar höfðu leitað að sjálfboðaliðum [til að fara frá borði vegna yfirbókunar] neitaði einn viðskiptavinur að fara úr flugvélinni af fúsum og frjálsum vilja og öryggisfulltrúar voru beðnir að koma að hliðinu.“

Í frétt Time um málið í dag segir að ef yfirbókað er í flugferðir bjóði flugfélög farþegum inneignarmiða og einhvern annan hvata til að fresta flugi sínu. 

Í þessu tiltekna tilviki voru allir komnir um borð í flugvélina sem var á leið frá Chicago til Louisville á sunnudag. Enginn bauðst til þess að fara frá borði svo að koma mætti fyrir fjórum starfsmönnum flugfélagsins í farþegarýminu. Þá völdu starfsmenn flugfélagsins fjóra farþega af handahófi. En einn þessara fjögurra neitaði hins vegar að fara úr sæti sínu. Hann sagðist vera læknir og yrði að verða mættur til vinnu á sjúkrahúsi daginn eftir. Í kjölfarið komu þrír öryggisverðir um borð og drógu hann úr sæti sínu og út úr vélinni.

Grínarinn Jimmy Kimmel var fljótur að bregðast við og gerði nýja auglýsingu fyrir United Airlines:

Málið hefur vakið mikla reiði en einnig orðið tilefni til kaldhæðinna brandara á Twitter. Hér að neðan fylgja nokkrir þeirra, sem m.a. snúast um skilgreininguna á „sjálfboðaliða.“ Þess ber að geta að nokkrir notendur Twitter segja að færslum sínum um United hafi verið eytt á síðustu klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert