Einn maður handtekinn í Dortmund

Sprengjuleitarhundur á Westfallen-vellinum í Dortmund í dag.
Sprengjuleitarhundur á Westfallen-vellinum í Dortmund í dag. AFP

Einn maður er í haldi þýsku lögreglunnar, grunaður um aðild að sprengjuárás á rútu þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í gær.

Eins og áður hefur komið fram fannst bréf á vettvangi þar sem vísað er til hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í Berlín um síðustu jól þar sem tólf manns létu lífið. Hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams lýstu óðdæðinu á hend­ur sér.

Þrjár sprengj­ur sprungu nokkr­um mín­út­um eft­ir að rúta Borussia Dort­mund lagði af stað frá hót­eli liðsins á leið í leik gegn Monaco í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Spænski varn­ar­maður­inn Marc Bartra þurfti að gang­ast und­ir aðgerð vegna brot­ins úlnliðar eft­ir að gler­brot rigndu yfir hann og þá særðist lögreglumaður á vélhjóli.

Þýska lögreglan greindi frá því í morgun að tveir menn, sem sagðir eru tengjast herskáum íslamistum, væru grunaðir um verknaðinn og er annar þeirra í varðhaldi. 

„Við leituðum í íbúðum beggja mannanna og annar þeirra hefur verið hnepptur í varðhald,“ sagði Frauke Köhler, saksóknari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert