Trump fjarlægir sig frá Bannon

Trump og Bannon, degi eftir embættistöku Trumps.
Trump og Bannon, degi eftir embættistöku Trumps. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist áhugalítill í stuðningi sínum við einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, í viðtali sem birtist í New York Post í dag. Ýtir það enn frekar undir orðróma þess efnis að ráðgjafinn umdeildi sé ekki lengur í náðinni hjá forsetanum.

Trump vildi ekki gera mikið úr hlutverki Bannon í Hvíta húsinu í samtali við blaðamann dagblaðsins.

Bannon, sem er 63 ára, er af mörgum talinn vera drifkrafturinn á bak við þá stefnu Trumps sem einkennist af lýð- og þjóðernishyggju. Hefur hann verið mörgum hægrimönnum fagnaðarefni á meðan flestir aðrir sjá hann ekki í góðu ljósi.

„Mér líkar við Steve, en þú verður að muna að hann tók ekki þátt í kosningabaráttu minni fyrr en mjög seint,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann treysti Bannon.

„Ég hafði þegar sigrað alla öldungadeildarþingmennina og alla ríkisstjórana, og ég þekkti ekki Steve. Ég er minn eigin skipuleggjandi og það var ekki eins og ég væri að fara að breytast.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert