Rauðri pöndu bregður (myndskeið)

Svo hissa!
Svo hissa! Skjáskot

Hún sést skríða út úr holu sinni grunlaus um hvað er í vændum. Þegar hún svo sér hvað bíður sín bregður henni mikið. Myndskeið af rauðri pöndu sem stendur frammi fyrir steini hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

Rauðar pöndur finnast aðallega í Himalaya-fjöllunum og í suðvesturhluta Kína. Þær eru mun minni en stóra fjarskylda frænkan, risapandan. Feldur þeirra er rauðbrúnn og skott þeirra langt og loðið. Þær standa oft upp á afturlappirnar sem mannfólkinu finnst bráðfyndið. 

Rauðar pöndur eru í útrýmingarhættu. Talið er að innan við 10 þúsund villt dýr séu í stofninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert