Vilja fiskveiðisamning við Breta

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Færeyjar vilja semja um fiskveiðar við Bretland eftir að Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Þetta tilkynntu færeysk stjórnvöld í gær en um mikla hagsmuni er að ræða fyrir Færeyinga þegar kemur að deilistofnum og veiðum úr þeim.

Fram kemur í yfirlýsingu frá færeysku heimastjórninni að Bretland sé sem fyrr mikilvægasti markaðurinn fyrir færeyskar sjávarafurðir og fyrir vikið sé forgangsmál að tryggja áframhaldandi útflutning til landsins.

Færeyjar standa utan við Evrópusambandið þátt fyrir að vera hluti af danska konungdæminu en Danmörk er hluti sambandsins. Sjávarafurðir eru 98% af útflutningsverðmætum Færeyinga. Þá einkum síld, makríll og afurðir fiskeldisstöðva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert