68 börn meðal hinna látnu

Sjálfsmorðsárás var gerð á rúturnar sem áttu að flytja fólkið …
Sjálfsmorðsárás var gerð á rúturnar sem áttu að flytja fólkið frá Fuaa og Kafraya. AFP

Meðal þeirra sem létust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á rútur sem voru að flytja fólk á brott frá tveimur stríðshrjáðum bæjum í Sýrlandi í gær voru 68 börn. Heildarfjöldi þeirra sem eru látnir eftir sprengjuna er kominn upp í 126 manns, en 109 þeirra voru almennir borgarar sem ætluðu að flýja bæina.

Fólkið var í rút­um á skiptistöð þar sem átti að flytja það í burtu frá bæj­un­um Fuaa og Kafraya, en herlið stjórn­ar­hers­ins sit­ur um bæ­ina. Gert hafði verið sam­komu­lag milli rík­is­stjórn­ar­inn­ar og upp­reisn­ar­manna um að leyfa fólk­inu að fara á brott.

Árásin átti sér stað við borgina Rashidin sem er fyrir …
Árásin átti sér stað við borgina Rashidin sem er fyrir vestan Aleppo. AFP
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. AFP

Hundruð til viðbót­ar eru særðir og seg­ir í til­kynn­ingu frá sýr­lensk­um mannúðarsam­tök­um að tala lát­inna kunni að hækka.

Fuaa og Kafraya hafa verið und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna und­an­far­in tvö ár. Nokkr­ir tug­ir rúta náðu að yf­ir­gefa bæ­ina með al­menna borg­ara þrátt fyr­ir árás­ina, en óljóst er hvort flutn­ing­un­um verður haldið áfram í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Meira en 100 manns létust í árásinni, þar af 68 …
Meira en 100 manns létust í árásinni, þar af 68 börn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert