Erdogan fagnar sigri

AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Formaður kjörstjórnar hefur staðfest að 51,36% hafi greitt atkvæði með breytingum en 48,64% hafi verið þeim andvígir.

Stuðningsmenn Erdogan fagna víða í Tyrklandi en hann segir að með þessu verði hægt að færa stjórnskipulag landsins í nútímalegt horf. Aðrir óttast að með þessu færist Tyrkland nær einræði en áður.

Á sama tíma og stuðningsmenn Erdogans fagna í flestum stærri borgum landsins þá ganga andstæðingar hans um götur Istanbul vopnaðir pottum og pönnum og mótmæla. Þrír voru skotnir til bana við kjörstað í Diyarbakir í dag.

Erdogan segir að ekkert komi í veg fyrir að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú um hvort endurvekja eigi dauðarefsingar en Tyrkir aflögðu þær þegar þeir reyndu að ganga í Evrópusambandið. Ef slíkt frumvarp kemur frá þinginu muni hann samþykkja það en ef ekki er nægur stuðningur við að taka upp dauðarefsingar að nýju sé best að láta þjóðina greiða atkvæði þar um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...