Erdogan fagnar sigri

AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Formaður kjörstjórnar hefur staðfest að 51,36% hafi greitt atkvæði með breytingum en 48,64% hafi verið þeim andvígir.

Stuðningsmenn Erdogan fagna víða í Tyrklandi en hann segir að með þessu verði hægt að færa stjórnskipulag landsins í nútímalegt horf. Aðrir óttast að með þessu færist Tyrkland nær einræði en áður.

Á sama tíma og stuðningsmenn Erdogans fagna í flestum stærri borgum landsins þá ganga andstæðingar hans um götur Istanbul vopnaðir pottum og pönnum og mótmæla. Þrír voru skotnir til bana við kjörstað í Diyarbakir í dag.

Erdogan segir að ekkert komi í veg fyrir að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú um hvort endurvekja eigi dauðarefsingar en Tyrkir aflögðu þær þegar þeir reyndu að ganga í Evrópusambandið. Ef slíkt frumvarp kemur frá þinginu muni hann samþykkja það en ef ekki er nægur stuðningur við að taka upp dauðarefsingar að nýju sé best að láta þjóðina greiða atkvæði þar um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alima...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...