Meirihluti sagði já

Allt bendir til þess að forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, verði að ósk sinni um aukin völd því þegar 55% atkvæða hafa verið talin í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins hafa 57% svarað spurningunni játandi en 43% neitandi. 

Ekki er hins vegar útilokað að niðurstaðan verði önnur þegar talið verður upp úr kjörkössum víðar í þessu fjölmenna og víðfeðma landi. Kjörstaðir lokuðu klukkan 14 að íslenskum tíma. 

Stuðningsmenn forsetans segja að með auknum völdum forsetans verði komið á meiri framförum í landinu en andstæðingar hans segja að þetta geti leitt til aukins valdboðs í landinu. Ef breytingarnar á stjórnarskránni verða samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslunni tryggir það rétt Erdoğan til þess að bjóða sig fram í embætti forseta áfram og að hann geti ríkt til ársins 2029.

Allt bendir til þess að kjörsókn hafi verið góð í dag en um 55 milljónir gátu tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Alls voru kjörstaðir 167 þúsund talsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert