Fundu þrjú kíló af sprengiefnum

Franskir sérsveitarmenn eftir að mennirnir voru handteknir.
Franskir sérsveitarmenn eftir að mennirnir voru handteknir. AFP

Franska lögreglan fann þrjú kíló af sprengiefnum, þó nokkrar byssur og fána Ríkis íslams eftir að hafa handtekið tvo menn sem voru að undirbúa hryðjuverkaárás í landinu. Aðeins nokkrir dagar eru þangað til forsetakosningar hefjast í Frakklandi.

Munirnir fundust við húsleit í borginni Marseille í suðurhluta Frakklands.

Frakkar á þrítugsaldri sem hafa snúist til öfgatrúar voru handteknir.

Francois Molins, saksóknari í París, sagði að ekki væri ljóst hvenær hinir grunuðu ætluðu að fremja árás en tók fram að árásin hafi verið „yfirvofandi“.

Francois Molins.
Francois Molins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert