Náið samstarf um Norður-Kóreu

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin og Kína eiga í nánu samstarfi varðandi Norður-Kóreu. Tveir dagar eru liðnir frá því að stjórnvöld í Pyongyang gerðu síðast tilraun til þess að skjóta á loft eldflaug.

Mattis sagði við blaðamenn í dag að tilraunaskotið á sunnudag væri ástæða samstarfs Bandaríkjanna og Kína í kjölfar fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Xi Jinping Kínaforseta fyrr í mánuðinum.

Mattis sagði markmið ríkjanna að „ná stjórn á ástandinu og miða að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“, sem væri sameiginlegt takmark Bandaríkjanna, Kína, Suður-Kóreu og Japan.

„Við eigum öll sömu hagsmuna að gæta,“ sagði ráðherrann, sem nú er í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum.

Samkvæmt bandarískum yfirvöldum sprakk eldflaugin á sunnudag skömmu eftir að hún hófst á loft. Norður-Kórea hefur löngum freistað þess að smíða eldflaug sem getur borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna en flestir segja nokkur ár í að það takist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert