Verkamannaflokkurinn styður kosningar

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur lýst því yfir að flokkur hans styðji það að þingkosningar farið fram 8. júní en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, boðaði til nýrra kosninga á blaðamannafundi í morgun. Fréttavefur breska dagblaðsins Guardian greinir frá þessu.

Frétt mbl.is: May boðar til þingkosninga

Til að hægt sé að boða til þingkosninga fyrr en áætlað er þarf samþykki 2/3 þingmanna á breska þinginu en saman hafa Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn meira en 85% fulltrúa í þinginu. Stuðningur er einnig að finna í röðum minni stjórnmálaflokka.

Síðast var kosið til þings í Bretlandi 2015 sem skilaði Íhaldsflokknum 36% fylgi og naumum meirihluta þingmanna. Nýj­asta könn­un­in sýn­ir flokk­inn með 44% fylgi en næst­ur kem­ur Verka­manna­flokk­ur­inn með 23%. Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar mæl­ast með 12% og Breski sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert