745 látnir vegna heilahimnubólgu

Mohammadu Buhari, forseti Nígeríu.
Mohammadu Buhari, forseti Nígeríu. AFP

Talið er að 745 manns hafi látist af völdum heilahimnubólgufaraldurs í Nígeríu. Dauðsföllum hefur fjölgað um rúm 250 á rúmri viku, samkvæmt nígerískum stjórnvöldum.

Tilkynnt hefur verið um í kringum 8 þúsund tilfelli víðs vegar um landið á síðustu fimm mánuðum þar sem grunur leikur á að um heilahimnubólgu sé að ræða.

Flest tilfellin hafa þó átt sér stað í fimm nyrstu ríkjum landsins.

Í síðustu viku höfðu 489 dáið af vegna faraldursins í Nígeríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert