Tveir létust í mótmælum

Mótmæli í Venesúela í dag.
Mótmæli í Venesúela í dag. AFP

Að minnsta kosti tveir létust í mótmælum gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, í dag. Annar hinna látnu var 17 ára piltur. Vaxandi ólga er í landinu og mótmælin hafa stigmagnast undanfarið og eru þessi mótmæli talin þau fjölmennustu í þó nokkurn tíma.

Í þessum mánuði hafa sjö manns látist í átökunum, þar af 13 ára piltur, og að minnsta kosti 200 manns hafa verið handteknir. Maður á vélhjóli skaut 17 ára drenginn en áður hafði sami maður varpað táragasi inn í hóp mótmælenda.

Lögreglan hafði einnig áður reynt að stöðva mótmælin með því að nota táragas. Mótmælendur eru sagðir hafa meðal annars hent múrsteinum í átt að lögreglu.

Skotárásin er til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort lögregla hafi skotið á drenginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert