Í blaki á kjarnorkusvæði í N-Kóreu

Bandarískir sérfræðingar hafa orðið varir við eitthvað sem líkist blakvelli ...
Bandarískir sérfræðingar hafa orðið varir við eitthvað sem líkist blakvelli á kjarnorkusvæði í Norður-Kóreu. AFP

Bandarískir sérfræðingar, sem grandskoðað hafa gervihnattamyndir frá Norður-Kóreu í kjölfar aukinnar spennu milli ríkjanna tveggja að undanförnu, telja sig hafa orðið vara við ansi óhefðbundið fyrirbæri á kjarnorkusvæði í Norður-Kóreu: Fólk að spila blak.

Frétt mbl.is: Flug­skeyta­árás á Banda­rík­in hluti af hátíðar­höld­un­um

Myndirnar voru teknar úr gervihnetti á sunnudag í framhaldi af því að grunur vaknaði um að yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, væru að undirbúa næstu tilraun með kjarnorkuvopn. Í frétt BBC um málið má sjá myndir úr gervihnettinum sem sýna hvernig mótar fyrir einhverju sem líkist fólki að spila blak. 

Sérfræðingar telja einkum tvær ástæður geta verið fyrir þessum óvænta leikvelli á Punggye-ri-kjarnorkutilraunasvæðinu í norðausturhluta landsins. Annaðhvort hafi starfsmönnum kjarnorkusvæðisins verið sagt að bíða í viðbragðsstöðu, eða þá að völlurinn sé hluti af stærri áætlun af hálfu yfirvalda til að villa um fyrir Vesturlöndum.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Hvað sem því líður, segir í skýrslu sérfræðinga sem grannt hafa fylgst með gangi mála, virðist sem Punggye-ri-kjarnorkusvæðið sé undir það búið að framkvæma sjöttu kjarnorkuvopnatilraunina á vegum N-Kóreu, hvenær sem skipun þess efnis berst frá Pyongyang. Að sögn sérfræðinganna, Joseph S. Bermudez Jr, Jack Liu og Frank Pabian, er þó enn á huldu hver staðan er á undirbúningi fyrir næstu mögulegu kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. 

Blekkingarleikur eða beðið í viðbragðsstöðu?

„Mögulegar skýringar á nýjustu þróun mála eru að svæðið og undirbúningurinn fyrir sjöttu tilraunina hafi verið sett á stigið „í viðbragðsstöðu“ og að starfsfólki hafi verið veittur frjáls tími til að leika sér,“ segir í skýrslu sérfæðinganna.

„Eða, að Pyongyang hafi gert taktískt hlé á starfseminni á svæðinu sem hluta af heildstæðum blekkingarleik og fresti þannig framkvæmd sjötta tilraunaskotsins til betri tíma, þegar tilraunaskotið hefur hvað mest pólitískt vægi.“

Grunur hafði verið á lofti um að leiðtoginn Kim Jong-un gæti skipað fyrir um framkvæmd kjarnorkutilraunar síðasta sunnudag, sem hluta af hátíðarhöldum í tilefni af því að 105 ár eru liðin frá fæðingu Kim Il-sung, stofnanda og forseta Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast þegar hafa gert fimm tilraunir með kjarnorkuvopn, árin 2006, 2009, 2013 og tvær árið 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...