Neitaði að svara spurningum

María Jose Alvarado og systir hennar Sofía Trinidad Alvarado voru …
María Jose Alvarado og systir hennar Sofía Trinidad Alvarado voru myrtar af kærasta Sofíu.

Maður sem grunaður er um að hafa banað Ungfrú Hondúras og systur hennar árið 2014 neitaði að bera vitni við réttarhöld í Tegucigalpa í dag sökum geðsjúkdóms.

Plutarco Antonio Ruiz, 34 ára, virtist ekki meðvitaður um umhverfi sitt þegar hann var leiddur inn í dómsal af lögreglu.

Ruiz svaraði ekki spurningum sem lagðar voru fyrir hann í hæstarétti, fyrir framan móður og systur fórnarlambanna.

Ákæruvaldið hefur sakað Ruiz um að myrða 24 ára kærustu sína, Sofíu Trinidad Alvarado, og 19 ára systur hennar, fegurðardrottninguna Maríu Jose Alvarado, 13. nóvember 2014.

Lík kvennanna fundust grafin við árbakka sex dögum síðar; daginn sem María Jose átti að fljúga til Lundúna til að taka þátt í Miss World.

Yfirvöld telja Ruiz hafa banað systrunum í afbrýðisemiskasti og grafið þær með aðstoð annarra. Hann hefur verið úrskurðaður sakhæfur og sérfræðingar telja ekkert því til fyrirstöðu að réttarhöldunum verði fram haldið.

Ruiz á yfir höfði sér 40 ára fangelsisdóm fyrir hvort morð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert