Rekinn en fær milljarða

Bill O'Reilly er þekktur sjónvarpsmaður.
Bill O'Reilly er þekktur sjónvarpsmaður. AFP

Fyrrverandi þáttastjórnandinn og fréttaþulurinn Bill O'Reilly fær að öllum líkindum starfslokasamning sem nemur 25 milljónum dala, um 2,7 milljörðum króna, eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá sjónvarpsstöðinni Fox í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. 

Fox hefur ekki staðfest þessa upphæð en um er að ræða árslaun þáttastjórnandans.

Frétt mbl.is: Sakaður um að áreita fimm konur

O'Reilly var gríðarlega vinsæll meðal áhorfenda en hann stjórnaði m.a. þættinum The O´Reilly Factor sem hóf göngu sína árið 1996. Þátturinn var sýndur á kvöldin og hefur nú verið tekinn af dagskrá. Sá sem fylla mun í skarðið er Tucker Carlson. Sá hafði áður stýrt þætti síðar á kvöldin í stað fréttakonunnar Megyn Kelly sem fór frá Fox til að stýra þætti hjá NBC.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ásakanir um kynferðislegt áreiti koma upp hjá stöðinni. Kelly sagði sjálf frá því fyrir nokkuð að hún hafi verið áreitt af fyrrverandi stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar, Roger Ailes. Hann hætti störfum hjá Fox á síðasta ári eftir fjölda ásakana um kynferðislegt áreiti.

1. apríl birti New York Times frétt um að í það minnsta fimm konur hefðu sakað O'Reilly um kynferðislegt áreiti og fengið háar bætur frá sjónvarpsstöðinni.

Í kjölfar fréttanna hættu margir auglýsendur að auglýsa í þætti hans og á Fox-sjónvarpsstöðinni. Þá loks ákváðu stjórnendur Fox að láta hann fara. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dekk til sölu
Dekk til sölu 215/75x16 góð burðardekk seljast ódýrt uppl í sím...
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
NP Þjónusta Annast bókhald, endurútreik
NP Þjónusta Annast bókhald, endurútreikning, vsk og fésýslu. Upplýsingar í síma ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Blaðberar hveragerði
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Blaðbera vantar í Hverage...
M helgafell 6017032511 iv/v sf
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017032511 IV/V SF Mynd...