Brenndu ekki kolum í sólarhring

London í Bretlandi.
London í Bretlandi. AFP

Engin kol voru notuð sem orkugjafi í einn sólarhring á fimmtudaginn í Bretlandi. Þetta hefur aldrei áður gerst í sögu Bretlands frá iðnbyltingunni þegar kolum var brennt í stórum stíl til að framleiða rafmagn. Árið 1882 var fyrsti kolaofninn fyrir almenning tekinn í notkun og upp frá því hafa kol verið helsti orkugjafi Bretlands. BBC greinir frá.   

Bresk stjórnvöld stefna að því að vera hætt að brenna kolum árið 2025. Þau vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun.  

„Að ná heilum vinnudegi án þess að brenna kolum frá iðnbyltingunni markar tímamót sem sýna hvernig við vinnum að því að breyta orkugjöfum okkar smám samana,“ sagði Cordi O'Hara hjá Alþjóðaorkumálastofnuninni. Hins vegar verður kolum áfram brennt í Bretlandi á meðan unnið er að því að skipta yfir í orkugjafa sem losa minna af kolefni út í andrúmsloftið.  

Um helmingur orkugjafa í Bretlandi er náttúrulegt gas, fjórðungur er kjarnorka. Einnig er notuð vindorka, innfluttir orkugjafar og aðrir lífrænir orkugjafar. Þetta kemur fram á vefnum gridwatsh.co.uk.

Í maí í fyrra var kolum ekki brennt í 19 klukkustundir. Það var lengsta stoppið fram að þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert