Færri vilja sjálfstætt Skotland

AFP

Stuðningur við sjálfstætt Skotland hefur hrunið á meðal skoskra kjósenda í kjölfar þess að boðað var til þingkosninga í Bretlandi ef marka má nýja skoðanakönnun. Einungis 37% Skota vilja sjálfstæði frá breska konungdæminu en 55% eru því andvíg.

Fram kemur í frétt AFP að skoðanakönnunin hafi verið gerð af fyrirtækinu Kantar. Þjóðaratkvæði fór fram um sjálfstætt Skotland 2014 þar sem 55% höfnuðu sjálfstæði en 45 voru því hlynnt. Skoski þjóðarflokkurinn hefur kallað eftir því að kosið verði á ný um sjálfstæði Skotlands í kjölfar þess að Bretland er á leið úr Evrópusambandinu.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að annað þjóðaratkvæði um sjálfstæði Skotlands sé ekki tímabært og virðist meirihluti skoskra kjósenda vera sammála því, að því er segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert