Fjögurra ára datt út úr strætó

Stúlkan datt á sjóðandi heitt malbikið.
Stúlkan datt á sjóðandi heitt malbikið. Skjáskot/CNN

Fjögurra ára stúlka féll út um hurð á strætisvagni í Arkansas. Vagninn var á ferð er barnið dettur út og fellur á malbikaða götuna. Slökkviliðsmaður sem átti leið hjá kom stúlkunni til bjargar. Slysið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan.

„Þetta var allt hreint ótrúlegt,“ sem slökkviliðsmaðurinn Ryan sem var akandi á eftir vagninum er slysið átti sér stað. „Ég var bara að keyra eftir götunni þegar ég sé litla stúlku opna afturhurðina á vagninum og detta út á götuna.“

Ryan segist hafa brugðist hratt við. Hann hafi nýtt sér þekkingu sína úr slökkviliðsstarfinu til verksins. Það fyrsta sem hann gerði var að reyna að tryggja að engir bílar kæmust að henni og færa hana svo af götunni, þó að yfirleitt sé ekki ráðlagt að færa sjúklinga sem verða fyrir slysum sem þessum. Ryan segist hins vegar hafa metið stöðuna svo að hún væri í hættu stödd liggjandi á umferðargötunni.

Stúlkan var meðvitundarlaus er Ryan kom að en fór fljótlega að hreyfa sig og opna augun. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð á kjálka. Talið er að hún muni ná sér að fullu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert