Kom með handsprengju í skólastofuna

Drengurinn kom með handsprengjuna í skólastofuna og sagðist hafa fundið …
Drengurinn kom með handsprengjuna í skólastofuna og sagðist hafa fundið hana úti á götu. LONDON METROPOLITAN POLICE / HANDOUT

Einn drengur lést og 11 skólafélagar hans særðust þegar handsprengja sprakk í skólastofu í Dagestan héraði í Rússlandi í dag. Að sögn lögregluyfirvalda virkjuðu nemendurnir sprengjuna fyrir slysni.

„Samkvæmt fyrstu upplýsingum þá dó einn unglingur og 11 særðust vegna óvarkárlegar meðhöndlunar á handsprengju,“ sagði yfirlýsingu frá skrifstofu innanríkisráðuneytisins í Dagestan.

Sprengingin varð í tölvutíma í skóla í bænum Agvali, sem er um  115 km frá Makhachkala höfuðborg héraðsins.

Einn nemenda skólans kom með sprengjuna, sem hann sagðist hafa fundið úti á götu, inn í skólastofuna þar sem hún sprakk. Hafa yfirvöld nú hafið rannsókn á málinu.

Zaira Kaplanova, heilbrigðisráðherra Dagestan, sagði við rússnesku TASS fréttastofuna að 12 ára drengur hafi látist og að bekkjasystkini hans hafi verið flutt með þyrlu á næsta sjúkrahús til meðhöndlunar vegna sprengjubrotanna.

Reglulega kemur til átaka í Dagestan milli öryggislögreglu í héraðinu og uppreisnarmanna úr röðum íslamista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert