Kýldi hákarlinn sem réðst á konu hans

Ekki fylgdi fréttinni hvaða tegund hákarls var um að ræða.
Ekki fylgdi fréttinni hvaða tegund hákarls var um að ræða. mbl.is/Ómar

Kona sem var á sundi í nágrenni eyjunnar St. Helena á suðurhluta Atlantshafsins varð fyrir árás hákarls. Maður hennar kýldi hákarlinn og hræddi hann þar með á brott að því er BBC hefur eftir sjónarvottum, en konan var flutt á sjúkrahús í nágrenninu.

Konan, sem er ríkisstarfsmaður á St. Helena, var að synda í nágrenni Ascension-eyju þegar hún varð fyrir árás hákarlsins.

St. Helena er hluti breska samveldisins og liggur um það bil miðja leið milli Afríku og Suður-Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert