Ungir stjórnmálaleiðtogar heimsins

Emmanuel Macron er 39 ára.
Emmanuel Macron er 39 ára. AFP

Ef Emmanuel Macron, sem er 39 ára, vinnur aðra umferð í frönsku forsetakosningunum eftir tvær vikur eins og skoðanakannanir benda til verður hann einn yngsti stjórnmálaleiðtogi heimsins.

Hér er listi yfir þá sem voru enn frekar blautir á bak við eyrun þegar þeir hófu störf sín í embætti:

Ungverjaland: Viktor Orban varð forsætisráðherra árið 1998, 35 ára gamall. Hann hætti sem forsætisráðherra 2002 en sneri aftur árið 2010.

Belgía: Charles Michel varð forsætisráðherra árið 2014, 38 ára. Þar með varð hann yngsti stjórnmálaleiðtogi Belgíu frá árinu 1840.

Eistland: Juri Ratas varð forsætisráðherra seint á síðasta ári, 38 ára.

Úkraína: Volodymyr Groysman varð einnig forsætisráðherra  á síðasta ári , 38 ára gamall.

Giorgi Margvelashvili, forseti Georgíu (til hægri), tekur í höndina á …
Giorgi Margvelashvili, forseti Georgíu (til hægri), tekur í höndina á Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.Orban var 35 ára þegar komst til valda en Margvelashvili var 44 ára. AFP

Grikklandi: Alexis Tsipras varð forsætisráðherra árið 2015 fertugur að aldri. Hann varð þar með yngsti stjórnmálaleiðtogi Grikja í 150 ár.

Túnis: Forsætisráðherrann Yussef Chahed var fertugur þegar hann tók við embættinu árið 2016 og um leið sá yngsti síðan Túnis varð sjálfstætt ríki árið 1956.

Kanada: Justin Trudeau varð forsætisráðherra árið 2015 þegar hann var 43 ára.

Pólland: Andrzej Duda vann forsetakosningarnar í landinu árið 2015, 43 ára gamall.

Georgía: Giorgi Margelashvili sór eið sem forseti árið 2013, 44 ára.

Taavi Roivas, lengst til hægri, var aðeins 34 ára þegar …
Taavi Roivas, lengst til hægri, var aðeins 34 ára þegar hann varð forsætisráðherra Eistlands. Hér ræðir hann við fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands, Laimdota Straujuma, David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem var 43 ára þegar hann tók við embætti, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, AFP

Nokkrir ungir stjórnmálaleiðtogar sem eru nýlega hættir:

Eistland: Taavi Roivas var aðeins 34 ára þegar hann varð forseti árið 2014. Hann fór frá völdum tveimur árum síðar.

Kósovó: Atifete Jahjaga varð forseti árið 2011 þegar hún var 36 ára. Hún hvarf á braut á síðasta ári.

Ísland: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 38 ára þegar hann tók við embætti forsætisráðherra eftir þingkosningarnar 2013.

Ítalía: Matthew Renzi varð forsætisráðherra árið 2014, 39 ára gamall, en fór frá völdum seint á síðasta ári.

Bretland: David Cameron var 43 ára þegar hann varð forsætisráðherra árið 2010. Hann yfirgaf Downingstræti 10 í fyrra þegar hann vék fyrir Theresu May.

Franklin D. Roosevelt.
Franklin D. Roosevelt. Ljósmynd/Wikipedia

Horft lengra aftur:

Felipe Gonzales varð forsætisráðherra Spánar árið 1982, fertugur að aldri. Tony Blair varð forsætisráðherra Bretlands árið 1997, 43 ára, og Benazir Bhutto varð forsætisráðherra Pakistan 1988, aðeins 35 ára. Laurent Fabuis varð forsætisráðherra Frakklands 1984, 37 ára.

Theodore Roosevelt tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum þegar hann var 42 ára og John F. Kennedy tók við sama embætti 43 ára.

Napóleon Bonaparte er yngsti forseti Frakklands hingað til. Hann var fertugur þegar hann tók við embættinu árið 1848 en þá var stjórnskipan í Frakklandi öðruvísi en hún er núna. Valery Giscard d´Estaing er yngsti forseti Frakklands til þessa samkvæmt núverandi stjórnskipan en hann var 48 ára þegar hann tók við árið 1974.

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-Un.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-Un. AFP

Þegar lýðræðislega kjörnar stjórnir eru ekki teknar með í reikninginn má nefna unga leiðtoga á borð við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem var 34 ára þegar hann tók við af föður sínum og Tamim bin Hamad Al-Thani sem var 36 þegar hann varð emír í Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert