Búa sig undir banvæna hitabylgju

Indversk ungmenni kæla sig í Tawi-ánni í úthverfi Jammu fyrir …
Indversk ungmenni kæla sig í Tawi-ánni í úthverfi Jammu fyrir nokkrum dögum. Bæði menn og dýr líða fyrir hitann. AFP

Veðurfræðingar óttast að enn eitt hitametið verði slegið á Indlandi í sumar. Slíkum hitum hafa hingað til fylgt hundruð dauðsfalla. Hitinn í höfuðborginni Delí mældist 43,7 stig 18. apríl sem er heitasti dagur í borginni í sjö ár.

Hundruð manna létust vegna hitans í fyrrasumar. Um 2.300 dauðsföll má rekja til hitanna árið 2015.

Veðurstofa Indlands spáir því nú að meðalhiti sumarsins muni hækka um 1 gráðu á ákveðnum svæðum, m.a. í ríkjunum Rajasthan og Maharashtra. Í apríl hefur hitinn þar nokkrum sinnum farið upp í 45 gráður.

Þó að 1 gráða virðist ekki mikið hefur slík hækkun á meðalhita mikil áhrif. Veðurfræðingar segja að slíkt þýði að hitabylgjur vari lengur sem þýði að hætta á dauðsföllum aukist.

Nauðsynlegt er að undirbúa íbúa fyrir slíkt. Það er þó flókið þar sem landið er stórt og fjölmennt og skipt í mörg ríki. Sum þeirra hafa þegar lagt fram áætlanir um viðbrögð en önnur ekki.

Frétt CNN um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert