Myrti dóttur sína og sjálfan sig

Frá Taílandi.
Frá Taílandi. AFP

Karlmaður á eyjunni Phuket á Taílandi tók upp myndskeið og birti á Facebook þegar hann drap drap sjálfan sig og barn sitt. Lögregla í landinu segir atburðinn þann nýjasta í röð þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að sýna viðbjóðslega glæpi.

Lögreglumenn á eyjunni fengu ábendingu frá vini mannsins og flýttu sér á yfirgefið hótel síðdegis í gær, þar sem maðurinn fannst ásamt dóttur sinni.

„Þau voru dáin þegar ég kom þangað,“ sagði lögreglumaðurinn Jullaus Suvannin í samtali við AFP en hann var einn af fyrstu mönnum á vettvang. 

Lögregla telur að maðurinn hafi áður deilt við barnsmóður sína en dóttir þeirra var 11 mánaða gömul. Maðurinn hengdi sig og dóttur sína.

Sjónvarpsstöðin Channel 3 birti myndskeið af móðurinni í mikilli geðshræringu þar sem hún bar kennsl á lík dóttur sinnar og mannsins á spítala í morgun. 

Stutt er síðan Mark Zuckerberg, stofn­andi Face­book, hét því að samfélagsmiðillinn yrði ekki notaður til að dreifa myndskeiðum af morðum. Þá vottaði hann einnig samúð sína fjöl­skyldu manns sem myrt­ur var og morð hans síðan birt á sam­fé­lags­miðlin­um.

Ríkisstjórinn í Phuket hvatti fólk til að deila ekki fjögurra mínútna myndskeiði af morðinu og sjálfsmorðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert