Fyrirtækjaskattur úr 35% í 15%

Gary Cohn og Steven Mnuchin á blaðamannafundinum í dag.
Gary Cohn og Steven Mnuchin á blaðamannafundinum í dag. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta kynnti í dag áform um miklar skattalækkanir á fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækjaskattur verður lækkaður úr 35% í 15% og skattþrepum tekjuskatts verður fækkað úr sjö í þrjú: 10%, 25% og 35%.

Fram kemur í frétt AFP að ekki liggi fyrir frekari upplýsingar um breytingarnar fyrir utan að tekjur fyrirtækja erlendis frá yrðu skattlagðar meira en nú er gert í samræmi við kosningaloforð Trumps. Vonir standa til að það stuðli að auknum fjárfestingum heima fyrir.

Forsetinn gæti hins vegar átt von á miklum átökum um áformin á bandaríska þinginu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi kynnt áformin sem mestu skattalækkanir undanfarin 30 ár.

Haft er eftir Gary Cohn, helsta efnahagsráðgjafa Trumps, að það ætti ekki eftir að verða auðvelt að koma þessu í gegnum þingið en það væri heldur aldrei auðvelt þegar stór mál væru annars vegar. Búast mætti við árásum bæði frá hægri og vinstri.

Steven Mnuchin vildi ekki gefa upp á blaðamannafundi hvenær gert væri ráð fyrir að áformin næðu fram að ganga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert