Skiptust á að skjóta hundinn

Konan fór með hundinn út í skóg og batt hann …
Konan fór með hundinn út í skóg og batt hann þar við tré. Parið skiptist svo á að skjóta hann. Myndin er úr safni. AFP

Par í Norður-Karólínu hefur verið ákært fyrir dýraníð eftir að þau fóru með hund út í skóg og skutu hann fimm skotum af stuttu færi. Konan, sem er fyrrverandi hermaður og kærastinn, sem er hermaður, skiptust á að skjóta hundinn og taka árásina upp á myndband.

Hræ dýrsins var grafið í grunni gröf, að því er fram kemur í dómsskjölum málsins og sagt er frá í frétt á vef Sky-fréttastofunnar.

Konan er 23 ára. Hún hafði fengið Cam sem þjónustuhund til að hjálpa henni að vinna á áfallastreituröskun sem er algeng meðal hermanna.

Í frétt Sky kemur fram að konan hafi skrifað á Facebook nokkrum dögum fyrir árásina að þau væru búin að finna nýtt heimili fyrir hundinn. „Það er sorglegt að hann þurfi að fara en hann verður mun hamingjusamari á þeim stað sem hann er að fara á,“ skrifaði hún.

Hundurinn var upphaflega í eigu fyrrverandi eiginmanns konunnar. Er þau skyldu grátbað konan manninn um að fá að eiga hann. Vottað var að hundurinn væri þjónustuhundur vegna glímu hennar við áfallastreituröskun en hún hætti störfum í hernum í janúar af heilsufarslegum ástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert