Vinsælli en Thatcher og Blair

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Vinsældir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins, hafa náð nýjum hæðum ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. Könnunin bendir einnig til þess að óvinsældir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, hafi náð nýjum lægðum.

Rúmlega sex af hverjum tíu Bretum telja May hæfasta til þess að gegna embætti forsætisráðherra, eða 61%, samkvæmt könnuninni sem gerð var af fyrirtækinu Ipsos Mori á sama tíma og tæpur fjórðungur eða 23% hafa sömu skoðun á Corbyn.

Fyrirtækið hefur ekki mælt þvílíkar vinsældir forsætisráðherra síðan það hóf að gera slíkar skoðanakannanir 1979. May nýtur þannig meiri vinsælda en forverar hennar síðan þá, þar á meðal Margaret Thatcher og Tony Blair, og mögulega lengra aftur í tímann. 

Þá eru 56% breskra kjósenda ánægð með May samanborið við 37% sem eru óánægð. Hins vegar eru 27% ánægð með Corbyn og 62% óánægð með störf hans. Ennfremur kemur fram að mikilvægasta kosningamálið að mati Breta sé útgangan úr Evrópusambandinu.

Thatcher var forsætisráðherra Bretlands 1979-1990 en hún var líkt og May leiðtogi Íhaldsflokksins. Blair gegndi embættinu 1997-2007 og leiddi Verkamannaflokkinn. Aðrir forsætisráðherrar á tímabilinu voru John Major, David Cameron og Gordon Brown.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu í dag.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...