Mun semja við Breta um fríverslun

Cecilia Malmström.
Cecilia Malmström. AFP

Evrópusambandið mun semja við Bretland um fríverslun eftir að Bretar hafa gengið úr sambandinu. Þetta sagði Cecilia Malmström, viðskiptastjóri Evrópusambandsins, í dag á ráðstefnu í Kaupmannahöfn samkvæmt frétt Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að yfirlýsing Malmströms sé mikill sigur fyrir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem hafi ítrekað lýst því yfir að hún væri reiðubúin að ganga frá samningaborðinu án samnings væru viðræður ekki að skila ásættanlegum árangri. Slæmur samningur væri betri en enginn samningur. Hagsmunaaðilar innan Evrópusambandsins hafa sagt að miklir hagsmunir væru í húfi að ná samkomulagi.

„Þetta eru fordæmalausar aðstæður en ég er viss um að við leysum það. Við munum semja um fríverslunarsamning, það er öruggt,“ sagði Malmström. Spurð aftur hvort hún væri sannfærð um það svaraði hún: „Að sjálfsögðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert