Saka Frakka um að „leyna sannleikanum“

Börn úr hópi þeirra sem slösuðust í efnavopnaárásinni á Khan …
Börn úr hópi þeirra sem slösuðust í efnavopnaárásinni á Khan Sheikhun. 31 barn lést í árásinni. AFP

Stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta sakaði í dag stjórnvöld í Frakklandi um að leyna því hverjir stæðu raunverulega á bak við efnavopnaárásina á bæinn Khan Sheikhun. 88 manns, þar af 31 barn, fórust í árásinni sem frönsk yfirvöld segjast hafa sannanir fyrir að Sýrlandsstjórn beri ábyrgð á.

Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, greindi í gær frá því að sýni sem tek­in voru á vett­vangi hafi borið þess merki að vera fram­leidd af sýr­lensk­um stjórn­völd­um.   

Sýrlandstjórn hefur alfarið hafnað þessum ásökunum og fordæmir fullyrðinguna sem „herferð blekkinga og skammalegra lyga og tilbúnings sem Ayrault hafi sett fram.“

Sjúkrahúsið í Khan Sheikhun eftir efnavopnaárásina.
Sjúkrahúsið í Khan Sheikhun eftir efnavopnaárásina. AFP

100% uppspuni

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sýrlands segir að þarna sé um að ræða tilraun til að fela sannleikann á bak við árásina og hverjir hinir raunverulegu árásarmenn séu.

„Ríkisstjórn Frakklands hefur hvorki yfirráð né dómsvald til að úrskurða hvað gerðist í Khan Sheikhun,“ sagði í yfirlýsinguni.

Sýrlandsstjórn hefur ítrekað neitað því að bera Sýrlandsher noti efnavopn og í viðtali við AFP-fréttastofuna fyrr í þessum mánuði sagði Assad ásakanirnar vera „100% uppspuna“  og skálkaskjól fyrir loftárásir Bandaríkjahers á sýrlenskar herstöðvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert