Voru á flugvellinum þegar árásin var gerð

9 menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Barcelona.
9 menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í Barcelona. AFP

Tveir þeirra sem handteknir hafa verið á Spáni, grunaðir um að tengjast hryðjuverkaárásunum í Brussel á síðasta ári, hafa viðurkennt að hafa verið á flugvellinum þegar að tveir menn sprengdu sig þar í loft upp. 17 létust á flugvellinum og tugir særðust. Mennirnir neita þó að tengjast árásinni.

Spænska lögreglan greindi frá því á þriðjudaginn að hún hefði hand­tekið 9 menn og gert hús­leit á 12 stöðum í Barcelona í aðgerðum gegn ís­lömsk­um víga­mönn­um sem tald­ir eru tengj­ast árásunum í Brussel. Aðgerðin var unn­in í sam­starfi við lög­reglu­yf­ir­völd í Belg­íu og Mar­okkó.

Þá var greint frá því að hið minnsta þrír þeirra sem voru hand­tekn­ir væru tald­ir tengj­ast hryðju­verka­árás­un­um á flug­völl­inn og neðanj­arðarlest­ar­stöð í Brus­sel í mars í fyrra, sem kostuðu 31 manns lífið.

Átta mann­anna eru mar­okkósk­ir en einn spænsk­ur og eru þeir all­ir á fer­tugs­aldri. Flest­ir þeirra eru sagðir vera nú þegar á saka­skrá vegna skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi, m.a. vegna fíkni­efna­smygls að því er Reu­ters grein­ir frá.

Mennirnir sem hafa viðurkennt að hafa verið á flugvellinum heita Mohamed Lamsalak og Youssef Ben Hammou.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert